Ljósmæðranemar vinna launalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 21:30 Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira