Ljósi varpað á stóra súpumálið Rannveig Ernudóttir skrifar 28. ágúst 2018 08:45 Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið fór í dreifingu mynd af kvöldmatseðli eldri borgara í þjónustukjarna hér í Reykjavík. Birtingin olli miklu fjaðrafoki þar sem gefið var í skyn að það eina sem eldri borgarar fengju að borða væru súpur. Sá sem tók myndina og dreifði henni, sleppti því hins vegar að láta fylgja með hádegismatseðilinn, staðsettan á veggnum við hliðina á kvöldmatarseðlinum. Það var óheiðarlegt og fór af stað ósanngjörn umræða um umönnun eldri borgaranna okkar í þjónustuíbúðum. Þeir sem tóku þátt í umræðunni höfðu þó margir ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta lagt mat(!) á málið. Því verður varpað frekari ljósi á það hér. Þjónustuíbúðir eru fyrir eldri borgara sem vilja búa í kjörnum þar sem aðgangur er að ýmiss konar þjónustu eins og hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarstofu, félagsstarfi, læknaheimsókn og matarþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru ekki sjúkrastofnanir eða hjúkrunarheimili. Hvernig eru matarmálin í þjónustuíbúðunum? Það sem kjarnarnir bjóða uppá á hverjum degi er morgunmatur, hádegismaturinn (sem kemur frá Vitatorgi), síðdegiskaffi, léttur kvöldmatur og svo kvöldkaffi. Almennt vilja íbúarnir borða stóru máltíðina í hádeginu og fá frekar léttari máltíð um kvöldið. Allt er þetta svo valkvætt, en hver og einn íbúi velur hvort hann vilji nýta sér þessa þjónustu. Því eins og hefur verið bent á, ítrekað í umræðunni, þá er ekki hér um að ræða sjúkrastofnanir heldur íbúðakjarna, þar sem hver og ein íbúð hefur eigin eldunaraðstöðu. Skiptar skoðanir eru varðandi matinn frá Vitatorgi, það er ekkert nýtt. Sumum finnst þessi matur mjög fínn og líkar hann afar vel. Margt starfsfólk borgarinnar nýtir einmitt þessa þjónustu og lætur vel af. Öðrum þykir þetta óspennandi matur og kýs að panta hann ekki. Þeir verða sér þá úti um mat annars staðar. Einnig er vert að taka það fram að hægt er að panta grænmetisrétt eða fiskrétt í stað kjötréttanna. Matur er manns megin Nýverið komu út ráðleggingar frá landlækni, unnar í samstarfi við Háskóla Íslands, varðandi próteininntöku veikra eða hrumra eldri borgara. Þar kom fram að umræddur hópur þurfi að auka próteininntökuna yfir daginn. Þetta eru mikilvægar upplýsingar og geta svo sannarlega hjálpað til við að sporna gegn vannæringu, þekktu vandamáli meðal sama hóps. En mikilvægt er að greina á milli umræðunnar um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnun eða í sjálfstæðri búsetu, og þeirra sem svo búa í þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar. Það er auðvitað áhyggjumál hversu mikið er um vannæringu eldri borgara sem eru á sjúkrastofnunum, en þar getur verið um ýmiss konar samspil að ræða á borð við skerandi manneklu sem og lystarleysi meðal hrumra aldraðra einstaklinga. Vitað er að matarlyst eldri borgara minnkar almennt með aldrinum. Rétt áður en myndin fór í dreifingu höfðu íbúar umrædds þjónustuíbúðarkjarna kvartað undan matnum sem kom frá Vitatorgi. Viðbrögð starfsfólks við kvörtunum íbúanna voru þau að heyra í kokkinum á Vitatorgi - og hvernig brást hann við? Jú, með því að bjóðast til þess að koma á fund með íbúum og ræða matarmálin, því auðvitað á að taka mark á því ef óánægja er með matinn og fara yfir hvað má gera betur. Matur er jú manns megin. Minni miðstýring, meiri valdefling En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Því ég vil nota tækifærið, sem þessi umræða hefur skapað, til að fara yfir eitt af málefnum Pírata í kosningarbaráttunni síðasta vor. Það var að endurskoða matarstefnu borgarinnar og taka upp að nýju þann möguleika að íbúakjarnarnir (sem eru oft búnir stórum eldhúsum) geti boðið upp á mat sem matreiddur er á staðnum, líkt og áður var gert. Slíkt skapar valdeflandi umhverfi fyrir íbúana þar sem notendaráðin geti þá reglulega sett saman matseðil fyrir íbúana í samstarfi við matráð hússins. Hér er auðvitað verið að sækjast eftir því að skapa val fyrir íbúa, að þau geti sjálf ákveðið hvort í þeirra kjarna verði boðið upp á mat frá Vitatorgi eða að hann verði eldaður á staðnum. Velta má vöngum yfir því hvort það hafi í raun verið hagræðing á sínum tíma að miðstýra hádegistíma eldri borgara í þjónustuíbúðum borgarinnar, enda fylgir slíkur bara annar kostnaður. Sem dæmi er ákveðinn kostnaður við að keyra út matinn, svo augljóst dæmi sé nefnt. Til mikils er hins vegar að vinna, að matur ferðist sem styst áður en hann endar í maganum. Því er hér um mikilvægt málefni að ræða fyrir eldri borgara, sem Píratar vinna hörðum höndum að að þjónusta í Reykjavík.Höfundur er starfsmaður í félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar