„Jú, þú ræður júgóslavnenskan hippa í staðinn.“
Þarna á hann við lið ÍA árið 1997. Um miðjan 10. áratuginn var Akranes áskrifandi að Íslandsmeistaratitlinum. Þeir ætluðu að fara skrefinu lengra og ná alvöru árangri í Evrópu með alvöru útlending í brúnni.
Serbinn Ivan Golac var með réttu ferilskránna og var ráðinn til ÍA.
Það sem ekki sást á ferilskránni hins vegar var að Golac var „frekar skrítin skrúfa.“ Hann fór í viðtal strax eftir fyrsta leik, tap gegn ÍBV, og það viðtal réði örlögum hans á Akranesi.
„„Ég hef engar áhyggjur af tapinu því ég veit að við vinnum alla hina 17 leikina sem eftir eru,“ sagði Golac. Þessi ummæli sannfærðu alla um að Júgginn væri snar.“
Hann var rekinn eftir 11 umferðir og síðast þegar af honum fréttist rak hann súkkulaðiverksmiðju í Serbíu.
Þessa stórskemmtilegu frásögn má sjá í klippunni í fréttinni.