Fótboltaleikurinn þar sem þú mátt ekki hlaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 23:00 Eldri fótboltamenn á ferðinni. Vísir/Getty Heilsufótbolti er nýjasta útgáfan af fótbolta en þessi íþrótt hefur oft verið nefnd göngufótbolti og ætti að henta öllum. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á íþróttinni á heimasíðu sinni í dag og segir að jeilsufótbolti ryðji sér nú til rúms í heiminum. Í frétt KSÍ segir frá því að nýverið hittist hópur fólks á Þróttaravellinum í Laugardal í þeim tilgangi að spila heilsufótbolta eða það sem stundum hefur verið kallað göngufótbolti. Ástæðan fyrir því að heimavöllur Þróttar var valinn er sú að reglulega hittist þar hópur og spilar fótbolta þar sem grunnreglan er sú að óheimilt er að hlaupa. Heilsubolti/göngubolti hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu undanfarin ár. Fleiri og fleiri knattspyrnusambönd hafa lagt áherslu á þessa tegund af fótbolta vegna þess að hún gerir fólki kleift að stunda knattspyrnu fram á efri árin. Fyrir utan félagslega þáttinn sem er vitanlega mikilvægur í þessu eins og annarri heilsurækt. Heilsubolti hentar öllum, ungum sem öldnum, körlum sem konum. Sunnudaginn 23. september er stefnt að því að halda stærri kynningu á heilsubolta og ætlar KSÍ að kynna sér það nánar síðar. Knattspyrnusamband Íslands segir einnig frá reglunum í í heilsufótbolta (göngufótbolta) en þær má finna hér fyrir neðan.1. Bannað er að hlaupa. Leikmaður verður að hafa annan fótinn á jörðinni.2. Það er engin rangstaða.3. Sóknarmenn mega ekki fara innfyrir vítateig (aukaspyrna).4. Varnarmenn mega ekki fara innfyrir eigin vítateig (vítaspyrna).5. Markvörður má ekki fara útfyrir vítateig (vítaspyrna).6. Rennitæklingar eru með öllu bannaðar.7. Allar aukaspyrnur eru óbeinar.8. Markvörður verður að spyrna frá marki eða kasta með "undir arm" kasti.9. Lið mega vera kynja og -aldursblönduð. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Heilsufótbolti er nýjasta útgáfan af fótbolta en þessi íþrótt hefur oft verið nefnd göngufótbolti og ætti að henta öllum. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á íþróttinni á heimasíðu sinni í dag og segir að jeilsufótbolti ryðji sér nú til rúms í heiminum. Í frétt KSÍ segir frá því að nýverið hittist hópur fólks á Þróttaravellinum í Laugardal í þeim tilgangi að spila heilsufótbolta eða það sem stundum hefur verið kallað göngufótbolti. Ástæðan fyrir því að heimavöllur Þróttar var valinn er sú að reglulega hittist þar hópur og spilar fótbolta þar sem grunnreglan er sú að óheimilt er að hlaupa. Heilsubolti/göngubolti hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu undanfarin ár. Fleiri og fleiri knattspyrnusambönd hafa lagt áherslu á þessa tegund af fótbolta vegna þess að hún gerir fólki kleift að stunda knattspyrnu fram á efri árin. Fyrir utan félagslega þáttinn sem er vitanlega mikilvægur í þessu eins og annarri heilsurækt. Heilsubolti hentar öllum, ungum sem öldnum, körlum sem konum. Sunnudaginn 23. september er stefnt að því að halda stærri kynningu á heilsubolta og ætlar KSÍ að kynna sér það nánar síðar. Knattspyrnusamband Íslands segir einnig frá reglunum í í heilsufótbolta (göngufótbolta) en þær má finna hér fyrir neðan.1. Bannað er að hlaupa. Leikmaður verður að hafa annan fótinn á jörðinni.2. Það er engin rangstaða.3. Sóknarmenn mega ekki fara innfyrir vítateig (aukaspyrna).4. Varnarmenn mega ekki fara innfyrir eigin vítateig (vítaspyrna).5. Markvörður má ekki fara útfyrir vítateig (vítaspyrna).6. Rennitæklingar eru með öllu bannaðar.7. Allar aukaspyrnur eru óbeinar.8. Markvörður verður að spyrna frá marki eða kasta með "undir arm" kasti.9. Lið mega vera kynja og -aldursblönduð.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira