Þrír mánuðir síðan skipunartími rannsóknarnefndar rann út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira