Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2018 18:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. hann kvartaði yfir leitarvél fyrirtækisins á Twitter í dag. Í tístu sínum virtist forsetinn velta vöngum yfir því hvort hin meinta þöggun væri ólögleg og sagði Google vera hættulegt. Trump sagði leitarorðin „Trump News“ nánast eingöngu skila niðurstöðum frá fjölmiðlum sem hann segir vera vinstri sinnaða. „Þeir stjórna því sem við getum og getum ekki séð. Þetta er mjög alvarlegt ástand sem verður tekið á,“ skrifaði Trump í tveimur tístum sem hann eyddi vegna stafsetningarvillu og birti svo aftur. Tístin voru upprunalega birt fyrir klukkan sex að morgni í Washington DC. Talsmenn tæknifyrirtækisins þvertóku fyrir að stjórnmál hefðu áhrif á niðurstöður leitarvélar Google á nokkurn hátt. Í tilkynningu segir að eina markmið leitarvélarinnar sé að skila bestu niðurstöðunum á nokkrum sekúndum.....results on “Trump News” are from National Left-Wing Media, very dangerous. Google & others are suppressing voices of Conservatives and hiding information and news that is good. They are controlling what we can & cannot see. This is a very serious situation-will be addressed! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 28, 2018 Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Hvíta hússins, sagði í dag að ríkisstjórn Trump væri að „skoða“ Google, án þess að veita frekari upplýsingar. Virði hlutabréfa Alphabet, móðurfélags Google, féll um 0,6 prósent í kjölfar tísta forsetans.Samkvæmt Politico virðist sem að tíst Trump byggi á umdeildri grein á síðunni PJ Media. Fjallað var um greinina á Fox News í gærkvöldi. Ritstjóri PJ Media viðurkenndi í dag að rannsókn hennar væri ekki vísindaleg. Hún hefði skrifað Trump í fréttahluta leitarvélar Google í tveimur tölvum og hún hefði notast við mismunandi aðganga að Chrome.Blaðamaður Washington Post bendir á að nokkrum mínutum eftir fyrri tíst Trump í dag googlaði hann „Trump News“ og efsta niðurstaðan var frá Fox News og grein PJ Media var meðal efstu niðurstaða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira