Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:04 McGahn er sagður hafa hótað því að segja af sér í fyrra þegar Trump vildi reka sérstaka rannsakandann. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53