Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:04 McGahn er sagður hafa hótað því að segja af sér í fyrra þegar Trump vildi reka sérstaka rannsakandann. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53