Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:04 McGahn er sagður hafa hótað því að segja af sér í fyrra þegar Trump vildi reka sérstaka rannsakandann. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að yfirlögfræðingur Hvíta hússins láti af störfum í haust þegar búið verður að staðfesta hæstaréttardómaraefni forsetans í embætti. Nýlega var greint frá því að lögfræðingurinn hefði veitt sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins umfangsmikil viðtöl. Forsetinn tísti um brotthvarf Donalds McGahn úr starfi yfirlögfræðings Hvíta hússins í dag þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi neitað því að það væri yfirvofandi fram eftir degi. Lofaði hann störf McGahn og sagðist þakklátur fyrir þjónustu hans.Politico segir að McGahn hafi leikið lykilhlutverk í að hjálpa Trump við að fylla alríkisdómstóla með íhaldssömum dómurum undanfarna mánuði. Trump hefur þegar fengið einn hæstaréttardómara staðfestan í embætti og annar verður að líkindum staðfestur nú í haust fyrir þingkosningar í nóvember. Á bak við tjöldin hefur þó ýmislegt gengið á. McGahn hefur verið sagður hafa hótað því að segja af sér þegar Trump vildi reka Robert Mueller, sérstaka rannsakandann sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, í fyrra.White House Counsel Don McGahn will be leaving his position in the fall, shortly after the confirmation (hopefully) of Judge Brett Kavanaugh to the United States Supreme Court. I have worked with Don for a long time and truly appreciate his service!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Lykilvitni um hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Þá er stutt síðan New York Times greindi frá því að McGahn hefði sýnt rannsakendum Mueller mikla samvinnu, mun meiri en ráðamenn í Hvíta húsinu gerðu sér grein fyrir. McGahn hefði þannig rætt við rannsakendurna í um þrjátíu klukkustundir, þar á meðal um atburði þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Ástæðan fyrir því hversu samvinnufús McGahn var hafi verið sú að hann hafi óttast að Trump ætlaði sér að varpa sök á hann fyrir mögulega glæpi. Þá hafi McGahn talið að hollusta yfirlögfræðings Hvíta hússins væri við embætti forsetans en ekki forsetann persónulega. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Forsetinn viðurkenndi sjálfur í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. McGahn er talinn lykilvitni þessa hluta rannsóknarinnar. McGahn bætist nú í hóp fjölda annarra háttsettra starfsmanna Hvíta hússins og embættismanna sem hafa horfið á braut á því rúma eina og hálfa ári sem Trump hefur verið við völd. Á þeim tíma hefur Trump meðal annars tvisvar skipt um þjóðaröryggisráðgjafa, einu sinni um starfsmannastjóra og fjölda fjölmiðlafulltrúa auk þess sem utanríkisráðherrann, heilbrigðisráðherra og forstjóri Umhverfisstofnunarinna hefur horfið úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið. 26. janúar 2018 23:09
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53