Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 21:33 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ekki vera svigrúm til þess að bíða eftir því að bólusetningar barna aukist með aukinni eftirfylgni. Hún segir jafnframt það vera hlutverk foreldra að bera ábyrgð á heilsu barna sinna og ósanngjarnt að skella skuldinni á heilsugæslurnar.Sjá einnig: Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Í viðtalinu bendir hún á að yfir 41 þúsund tilfelli mislinga hafa greinst í Evrópu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en í Facebook-færslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem Hildur deilir má sjá að tilfelli mislinga hafa aukist verulega á milli ára. Árið 2016 hafi þau verið 5.273, árið 2017 23.927 og líkt og fyrr sagði, yfir 41 þúsund það sem af er ári.Tillagan gæti verið áminning til þeirra sem „gleyma sér“ Hildur segir langflesta vera sammála um mikilvægi bólusetninga og telur hluta vandans vera vegna þess að foreldrar einfaldlega gleymi sér. Hún segir þetta ekki vera harðneskjulega aðgerð sem yrði íþyngjandi fyrir foreldra, heldur væri hægt að framkvæmda þetta á þann hátt að foreldrar yrðu minntir á bólusetningar þegar þeir fengju tilkynningu um leikskólapláss. „Þegar foreldri fær boð um leikskólapláss fyrir barnið sitt er það er yfirleitt með margra mánaða fyrirvara, þannig þá hefði það langan viðbragðstíma til að klára sín mál og sömuleiðis ef þetta ætti að ganga yfir börn sem þegar eru komin inn á leikskóla væri alltaf gefinn aðlögunartími.“ Þá nefnir hún þann möguleika að sprautuþjónusta kæmi inn á leikskóla til að létta undir með foreldrum og bætir við að fari svo að tillagan yrði samþykkt yrði hún alltaf framkvæmd í góðu samstarfi við foreldra. Viðtalið við Hildi má heyra í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 „Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Halldóri þykir hugmyndin um úthýsingu óbólusettra barna ekki vera vænleg til árangurs. 28. ágúst 2018 18:53
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20