CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Þrátt fyrir að heimildarmaður CNN hafi dregið í land með yfirlýsingar sínar um fund Donald Trump yngri, Jared Kushner, tengdasonar Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með rússneskum aðilum í Trump-turni árið 2016 stendur miðillinn við frétt sína. Fréttin, frá 27. júlí, fjallaði um að Trump eldri, hefði mögulega vitað af fundinum fyrir fram og jafnvel sagt syni sínum að sækja fundinn, þvert á yfirlýsingar hans.Í póstum sem Trump yngri fékk í aðdraganda fundarins segir berum orðum að hann hafi verið haldinn til þess að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. Trump hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fundinum fyrr en eftir á. Í frétt CNN sem um ræðir segir að Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hafi orðið vitni af því að Trump yngri sagði föður sínum frá fundinum áður en hann átti sér stað. Lanny Davis, lögmaður Cohen, hefur nú stigið fram og sagt að hann hafi verið heimildarmaður CNN vegna fréttarinnar. hann segist hins vegar ekki vera viss í sinni sök lengur og að hann gæti ekki sannað mál sitt um vitneskju forsetans af fundinum. Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. Trump heldur því fram að um lygi sé að ræða og segir hann að blaðamaðurinn frægi, Carl Bernstein, búi í fortíðinni og hugsi eins og „úrkynjað fífl“. Í yfirlýsingu frá CNN segir að miðillinn standi við fréttina. Því hafi ekki verið haldið fram í fréttinni að Trump hafi vitað af fundinum fyrirfram. Hún hafi verið um að Cohen hafi sagt saksóknurum að hann vissi til þess að Trump hefði vitað af fundinum. Þar að auki hefði Davis ekki verið eini heimildarmaður miðilsins.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira