Sneri brottfluttum mæðgum aftur til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:33 Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni innflytjenda og hælisleitenda í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum. vísir/getty Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Alríkisdómari krafðist þess að flugvél, sem flutti móður og dóttur hennar frá Bandaríkjunum, yrði snúið við snarasta. Konurnar hafi verið reknar úr landi áður en umsókn þeirra um hæli í Bandaríkjunum hafði verið til lykta leidd. Konurnar eru sagðar hafa flúið til Bandaríkjanna frá El Salvador undan „gríðarlegu kynferðisofbeldi og gengjaátökum,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Með harðari innflytjendastefnu vestanhafs, sem innleidd var í júní síðastliðnum, geta þolendur heimilis- og gengjaofbeldis hins vegar ekki sótt um hæli á þeim forsendum. Mæðgurnar hafi því fengið neitun við hælisumsókn sinni sem þær svo áfrýjuðu. Konurnar voru hins vegar sendar aftur til El Salvador í gær - áður en búið var að kveða upp úrskurð um lögmæti áfrýjunarinnar. Haft er eftir lögmanni kvennanna að það sé forkastanlegt að fólk sé flutt úr landi meðan mál þeirra eru enn rekin fyrir bandarískum dómstólum. Hann krafðist þess að konunum yrði flogið aftur til Bandaríkjanna tafarlaust og á það féllst dómari í Washington. Dómarinn setti sig í samband við heimavarnarráðuneytið sem varð við kröfunni. Konurnar eru sagðar hafa verið nýlentar í El Salvador þegar boðin bárust um að vélinni skyldi snúið aftur. Þær hafi ekki einu sinni yfirgefið flugvélina. Mæðgurnar eru nú sagðar vera í Texas þar sem þær bíða eftir því að úrskurðað verði í máli þeirra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum El Salvador Mið-Ameríka Tengdar fréttir Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35