Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 14:48 Trump og Omarosa á meðan allt lék í lyndi. Hún starfaði á samskiptasviði Hvíta hússins þar til hún var rekin Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30