Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 14:48 Trump og Omarosa á meðan allt lék í lyndi. Hún starfaði á samskiptasviði Hvíta hússins þar til hún var rekin Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins blekkja bandarísku þjóðina um hversu mikið Donald Trump forseta hefur hnignað andlega. Þetta segir Omarosa Manigault, fyrrverandi starfsmaður Trump, sem fullyrðir að forsetinn eigi erfitt með að vinna úr flóknum upplýsingum. Omarosa var rekin með látum í fyrra en hún hefur skrifað bók um reynslu sína af Hvíta húsinu sem kemur út í vikunni. Fullyrðingar hennar um að til séu upptökur af Trump segja rasíska hluti vöktu töluverða athygli í vikunni. Trump kallaði Omarosa „skítseiði“ þegar fréttamenn spurðu hann út í fullyrðinga hennar í gær. Omarosa var gestur viðtalsþáttarins „Meet the Press“ á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. Þar sakaði hún John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hafa hótað sér þegar hún var rekin. Lét hún þáttarstjórnendum í té upptöku sem hún segir vera af brottrekstrinum, að því er segir í frétt Politico. Þá sagði hún upptökurnar sýna fram á að fréttir um að hún hafi gengið berserksgang þegar hún var rekin hafi ekki verið á rökum réttar. Orðrómar höfðu verið um að Kelly hefði látið leyniþjónustuna fylgja Omarosu út úr Hvíta húsinu því hún hefði reynt að brjótast inn í hluta þess þar sem Trump býr. Fullyrti Omarosa að Trump hefði hnignað andlega og að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu reyndu sitt besta til að leyna því fyrir þjóðinni. „Ég var samsek Hvíta húsinu í að blekkja þessa þjóð. Þeir halda áfram að blekkja þessa þjóð um hversu mikið honum hefur hnignað andlega, hversu erfitt það er fyrir hann að vinna úr flóknum upplýsingum, hvernig hann tekur ekki þátt í sumum mikilvægustu ákvörðunum sem hafa áhrif á landið okkar,“ staðhæfði Omarosa sem kynntist Trump upphaflega sem þátttakandi í raunveruleika þætti hans „Lærlingnum“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30