Hið ófyrirsjáanlega Guðmundur Steingrímsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hinsegin Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun