Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 09:37 Eins og sést á skjáskoti úr myndbandinu smeygði strætisvagninn sér með naumindum á milli bíls Vigfúsar og bíls sem kom á móti honum úr gagnstæðri átt. Mynd/Skjáskot Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. Bílstjóri bifreiðar sem ekið var á móti strætisvagninum deildi myndbandi af atvikinu og hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni. Myndbandið er tekið upp á bílamyndavél Vigfúsar Markússonar sem sjálfur var á austurleið. Hann sat við stýri þegar strætisvagn á leið 51 tók fram úr nokkrum bílum og kom þannig á fleygiferð úr gagnstæðri átt, á sömu akrein og Vigfús. Litlu mátti muna að vagninn hefði lent framan á bíl Vigfúsar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. „Við vorum að koma þarna niður Þrengslin og svo sá ég bara að strætóinn tekur fram úr bílunum þarna í miðri brekkunni,“ segir Vigfús í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi verið á um það bil 80-90 kílómetra hraða en var kominn niður í 50 þegar hann skaust fram hjá okkur. Ég veit ekki hvað hefði orðið ef maður hefði ekki hægt á sér. Svo var þetta í brekku, þannig að þetta er svolítið glannalegt.“ Þá bendir Vigfús á að framúrakstur er ekki leyfður á umræddri akrein í suður en bílstjóri vagnsins hafi samt sem áður tekið fram úr bílunum. Hann beinir því jafnframt til fólks að fara varlega og fylgjast vel með í umferðinni. Töluverð umferð var um Þrengslin á föstudag vegna lokunar á Hellisheiði. Myndband Vigfúsar má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. Bílstjóri bifreiðar sem ekið var á móti strætisvagninum deildi myndbandi af atvikinu og hvetur fólk til að fara varlega í umferðinni. Myndbandið er tekið upp á bílamyndavél Vigfúsar Markússonar sem sjálfur var á austurleið. Hann sat við stýri þegar strætisvagn á leið 51 tók fram úr nokkrum bílum og kom þannig á fleygiferð úr gagnstæðri átt, á sömu akrein og Vigfús. Litlu mátti muna að vagninn hefði lent framan á bíl Vigfúsar eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. „Við vorum að koma þarna niður Þrengslin og svo sá ég bara að strætóinn tekur fram úr bílunum þarna í miðri brekkunni,“ segir Vigfús í samtali við Vísi. „Ég held að ég hafi verið á um það bil 80-90 kílómetra hraða en var kominn niður í 50 þegar hann skaust fram hjá okkur. Ég veit ekki hvað hefði orðið ef maður hefði ekki hægt á sér. Svo var þetta í brekku, þannig að þetta er svolítið glannalegt.“ Þá bendir Vigfús á að framúrakstur er ekki leyfður á umræddri akrein í suður en bílstjóri vagnsins hafi samt sem áður tekið fram úr bílunum. Hann beinir því jafnframt til fólks að fara varlega og fylgjast vel með í umferðinni. Töluverð umferð var um Þrengslin á föstudag vegna lokunar á Hellisheiði. Myndband Vigfúsar má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira