Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Skýrslan náði yfir 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira