Titill í boði í fyrsta leik Real Madrid án Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 16:00 Leikmenn Real Madrid fagna hér sigri í Meistaradeildinni þriðja árið í röð. Garteh Bale er nú stærsta stjarnan í framlínu liðsins. Vísir/Getty Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira