Titill í boði í fyrsta leik Real Madrid án Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 16:00 Leikmenn Real Madrid fagna hér sigri í Meistaradeildinni þriðja árið í röð. Garteh Bale er nú stærsta stjarnan í framlínu liðsins. Vísir/Getty Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Real Madrid spilar í kvöld sinn fyrsta keppnisleik síðan að félagið seldi Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus. Margir voru hissa á sölunni og margir bíða líka spenntir eftir því að sjá hvernig Real liðið stendur sig án stærstu stjörnunnar í sögu félagsins. Fyrsti leikurinn án CR7 er á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en hann fer þó ekki fram í Madrid heldur í Tallin í Eistlandi sem er í fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Leikur Real Madrid og Atlético Madrid hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þetta er leikurinn um Ofurbikar Evrópu og þar mætast sigurvegarnar i Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem lið frá sömu borg mætast í þessum árlega leik. Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Atlético Madrid vann 3-0 sigur á Marseille í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Julen Lopetegui er nú tekinn við liði Real Madrid af Zinedine Zidane og stærsta verkefni hans er að fylla í skarðið sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, talaði um það fyrir leikinn að hann búist við öðrum leikstíl hjá Real Madrid en á dögum Zinedine Zidane. Simeone býst við sömu hápressu og þegar Lopetegui þjálfaði spænska landsliðið. Líklegast er að þrír fremstu menn Real Madrid liðsins verði þeir Gareth Bale, Karim Benzema og Marco Asensio og fyrir aftan þá spila væntanlega þeir Toni Kroos, Casemiro og Isco. Ekki slæmt þótt engin sé Cristiano Ronaldo í liðinu. Real Madrid getur unnið Ofurbikar Evrópu þriðja árið í röð en liðið vann Manchester United 2-1 í þessum leik í Skopje (Makedóníu) í fyrra og hafði unnið 3-2 sigur á Sevilla í Þrándheimi (Noregi) í leiknum árið 2016. Real Madrid gekk vel á undirbúningstímabilinu. Tapaði reyndar 2-1 í fyrsta leik á móti Manchester United í Miami í Bandaríkjunum en vann síðan leiki sína á móti ítölsku félögunum Juventus (3-1), Roma (2-1 og AC Milan (3-1). Þetta verður hinsvegar fyrsti leikurinn á móti spænsku liði.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn