Hellisheiði verður lokuð frá klukkan sjö í fyrramálið og til miðnættis en til stendur að malbika um tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kambana.
„Kömbunum verður lokað í austur og vestur á meðan og allri umferð beint um Þrengslaveg.
Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Hellisheiði lokuð á morgun
Atli Ísleifsson skrifar
