Með kveðju frá Ítalíu Þorvaldur Gylfason skrifar 16. ágúst 2018 06:15 Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ítalía hefur að heita má gengið í gegnum tvær stjórnmálabyltingar frá 1992. Fyrst hrundi gamla flokkakerfið til grunna. Flokkarnir sem höfðu stjórnað landinu frá stríðslokum 1945 voru tjargaðir og fiðraðir, einnig kommúnistaflokkurinn sem var gerspilltur líkt og hinir og hafði þegið ólöglegar gjaldeyrisyfirfærslur frá Sovétríkjunum í stórum stíl. Sósíalistinn Bettino Craxi, forsætisráðherra landsins 1983-1987, flúði til Afríku og dó þar í útlegð 2000. Meira en helmingur þingmanna sætti ákæru fyrir lögbrot. Um 400 borgarstjórnir og bæjarstjórnir voru leystar upp vegna spillingar. Árlegar mútugreiðslur til stjórnmálamanna 1980-1990 til að liðka fyrir samningum við ríkið eru taldar hafa numið um fjórum milljörðum Bandaríkjadala samtals. Það jafngildir á núverandi verðlagi um 300.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Ítalíu þessi tíu ár. Árin 1996-2006 fengu um 9.000 Ítalir dóma fyrir glæpi tengda spillingu. Spillingin reyndist kosta sitt. Ítalir stóðu jafnfætis Þjóðverjum um aldamótin 2000 mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann, en þeir búa nú við fjórðungi lægri tekjur á mann en Þjóðverjar.Hreinar hendur Herferð dómstólanna á hendur brotlegum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í viðskiptalífinu var kennd við hreinar hendur (ít. mani pulite). Aðalsaksóknarinn, Antonio Di Pietro, varð þjóðhetja. Vopnin snerust þó í höndum hans þegar hann þurfti að glíma við Silvio Berlusconi fyrir rétti. Allir vissu að Berlusconi var margfaldur lögbrjótur. Hann bar það utan á sér. Hann hóf feril sinn sem söngvari á súlustöðum nálægt Rimini og færði sig þaðan upp á skaftið m.a. í slagtogi með Bettino Craxi. Svo fór að Berlusconi var forsætisráðherra Ítalíu 1994-1995, 2001-2006 og 2008-2011, þ.e. í níu ár af 18 frá 1994 til 2011. Margir Ítalir hugguðu sig þessi ár við þá hugsun að tvær stofnanir landsins væru þó altjent hafnar yfir spillingu, Hæstiréttur og Seðlabankinn. Svo fór þó að Antonio Fazio, bankastjóri Seðlabankans 1993-2005, neyddist til að segja af sér og fékk 4ra ára fangelsisdóm 2011 fyrir spillingu og svimandi háa fjársekt (1,5 milljónir evra). Konan hans notaði marga farsíma til að rugla lögregluna í ríminu. Ekki er vitað um lögbrot í Hæstarétti Ítalíu eða um málaferli dómaranna þar hvers gegn öðrum.Ítalíu allt! Úrslit þingkosninganna á Ítalíu í marz sl. má kalla aðra byltingu. Gömlu flokkarnir, þ.e. flokkarnir sem urðu til upp úr fyrri byltingunni eftir 1990, lentu í minni hluta, þ. á m. flokkur Berlusconis. Tveir nýir flokkar og gerólíkir mynduðu saman meirihlutastjórn sem hefur nú setið að völdum í nokkrar vikur. Annar stjórnarflokkurinn, Norðurbandalagið (ít. Lega Nord), hlaut 18% atkvæða. Hann var upphaflega flokkur aðskilnaðarsinna sem vildu að Norður-Ítalía segði sig úr lögum við Suður-Ítalíu. Flokkurinn hvarf frá þeirri stefnu og berst nú heldur gegn ríkisútgjöldum, skuldum og innflytjendum. Formaður flokksins, Matteo Salvini, er gamall kommúnisti og sækir sér fyrirmyndir til Trumps Bandaríkjaforseta. Ítalíu allt! og Ítalía fyrir Ítali! eru helztu vígorð flokksins. Salvini er innanríkisráðherra, dáir Pútín forseta Rússlands auk nýfasistaflokka í Frakklandi, Ungverjalandi og víðar og hefur í hótunum við minnihlutahópa.Fimm stjörnur Hinn stjórnarflokkurinn, Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimento 5 Stelle), er annarrar gerðar. Hann varð til þegar landsfrægur skemmtikraftur og bloggari, Beppe Grillo, e.k. ítalskur Jón Gnarr, tók að sópa til sín fylgi með því að draga Berlusconi og þá hina sundur og saman í háði. Grillo dró sig í hlé fyrr í ár og valdist Luigi Di Maio, 32ja ára að aldri, þá til forustu hreyfingarinnar sem hefur m.a. borgaralaun á stefnuskrá sinni, þ.e. grunnframfærslu handa öllum óháð vinnuframlagi. Borgaralaun eru eitur í beinum Norðurbandalagsins. Flokkarnir eru svo ólíkir hvor öðrum að þeim þótti ráðlegt að sækja forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og fjármálaráðherrann út fyrir sínar raðir. Þeir heita Giuseppe Conte, Enzo Moavero Milanesi og Giovanni Tria og eru allir hófstilltir prófessorar. Með þá þrjá innanborðs virðist ólíklegt að ríkisstjórnin nýja muni reyna að hrófla við veru Ítalíu í ESB og evrusamstarfinu. Ítalía er enn sem fyrr ráðgáta, fögur með afbrigðum – og erfið.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar