Íslenska karlalandsliðið hrynur á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann. EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira