Fótbolti

Eftir 25 ár í félaginu verður skrýtið að sjá þennan í öðru en Juve treyju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudio Marchisio hefur klætt sig úr Juve treyjunni í síðasta sinn.
Claudio Marchisio hefur klætt sig úr Juve treyjunni í síðasta sinn. Vísir/Getty
Claudio Marchisio og Juventus hafa náð samkomulagi um starfslok og þar með er 25 ára vera hans í félaginu á enda.

Marchisio er 32 ára gamall og var með samning til ársins 2020. Hann og félagið ákváðu í sameingingu að þetta væri orðið gott.

Marchisio er önnur Juventus-goðsögnin sem yfirgefur Juventus fyrir komandi tímabil en hin er markvörðurinn Gianluigi Buffon.





Claudio Marchisio hefur sjö sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari með Juventus en hann kom fyrst til félagsins árið 1993 þegar hann var aðeins sjö ára gamall.

Claudio Marchisio spilaði með unglingaliðum Juventus til ársins 2005 þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliðnu.

Claudio Marchisio lék alls 389 leiki fyrir Juventus í öllum keppnum þar af 294 þeirra í ítölsku deildinni. Hann lék líka 55 landsleiki sem leikmaður Juve.

Hlutverk Marchisio í Juventus liðinu hafði minnkað ár frá ári og á síðasta tímabili lék hann aðeins fimmtán deildarleiki með liðinu. Koma Emre Can þýddi líka að tækifærin yrðu enn færri á þessari leiktíð.

Juventus þakkaði Marchisio fyrir öll þessi ár með virðingarvotti inn á Twitter-síðu sinni ...





... og hann sjálfur birti síðan mynd af sér frá því að hann var smástrákur en kominn í Juventus-búninginn. Það má sjá það hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×