„Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:30 Freyr Alexandersson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið undanfarin ár Vísir/Getty Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka. Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka.
Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira