Ertu api? Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:15 Dóttir mín útskrifaðist úr leikskóla í London í vikunni. Eins og sannri nútímamóður sæmir vakti það með mér nístandi samviskubit. Ég áttaði mig á hversu margt fjögurra ára barnið kunni: Stafi, tölur, heilt tónleikaprógramm af nöturlegum breskum barnagælum (It’s raining, it’s pouring/The old man is snoring/He bumped his head/On the top of the bed/And couldn’t get up in the morning). Það sem olli því að ég fálmaði eftir pískinum tilbúin í hressilega sjálfshýðingu var sú staðreynd að lítið sem ekkert af allri þessari visku var frá mér komið. Ég sat í stofunni og klippti neglurnar á yngri bróður hennar þegar sú fjögurra ára hlammaði sér á sófann og spurði: „Hvers vegna erum við með neglur?“ Þarna var tækifærið. Það var komið að mér að miðla af þekkingu minni; vera sú fyrirmyndarmóðir sem ég hafði alltaf verið á leiðinni að verða; foreldrið sem föndrar dúkkukastala með barninu úr tómum jógúrtdollum og íspinnaspýtum í stað þess að henda í það nýjustu Barbie-höllinni; foreldri sem spinnur sögur og ævintýri af fingrum fram en ekki upp lygar eins og að Evrópusambandið hafi bannað batterí og þess vegna sé ekki hægt að kaupa nýjar rafhlöður í syngjandi leikfangavélmennið sem sýgur lífsviljann úr fullorðnum; foreldrið sem skutlar barninu í ballett, píanótíma og forritunarnámskeið eftir skóla í stað þess að rétta því Netflix-fjarstýringuna. Mér fannst framtíðarfyrirætlanir þegar hafa afmáð syndir fortíðar þegar ég svaraði: „Því einu sinni vorum við dýr.“ Ég hélt að mér hefði tekist vel upp er ég miðlaði fjögurra ára dótturinni þróunarkenningunni. En dramb er falli næst. Ég var á leiðinni út í ruslageymslu með stóran pappakassa þegar hún birtist eins og árvakur villiköttur úr launsátri. „Átti ég heima í þessum kassa þegar ég var dýr?“ „Ha, nei, sko þú varst ekki dýr.“ „En þú sagðir að við hefðum einu sinni verið dýr.“ „Það voru forfeður okkar sem voru apar.“ „Er amma api?“ „Nei.“ „En afi?“ „Nei.“ „Ertu með svona mikið hár á fótunum af því að þú ert api?“ Ég ákvað að horfast í augu við staðreyndir. „Gjörðu svo vel, hérna er Netflix-fjarstýringin.“ Ég yrði aldrei fyrirmyndarmóðirin sem mér fannst að ég ætti að vera. Eða hvað?Hin nógu góða móðir Árið 1953 bjó Donald Winnicott, breskur barnalæknir og sálgreinir, til hugtakið „hin nógu góða móðir“. Eftir að hafa fylgst með þúsundum mæðra og börnum þeirra veitti Winnicott því eftirtekt að börnum sem ekki gengu að ótakmarkaðri athygli mæðra sinna vísri reiddi betur af en þeim sem nutu óskiptrar athygli. Winnicott sagði að þótt ósjálfbjarga hvítvoðungar þörfnuðust allrar athygli móður eða uppalanda væri mikilvægt að mæður væru ekki alltaf til taks er fram liðu stundir. Börn sem ættu móður sem olli þeim reglulega vonbrigðum – svaraði þeim ekki strax þegar þau kölluðu, lék ekki við þau eftir pöntun, eldaði ekki matinn sem þau vildu – væru betur í stakk búin til að takast á við þá staðreynd að lífið léti ekki undan duttlungum hvers manns. Svo virðist sem kenning Winnicotts eigi við rök að styðjast. Ný rannsókn sýnir að svo kallaðir „þyrluforeldrar“, foreldrar sem eru með puttana í öllu sem börn þeirra gera, hefta andlegan þroska barna sinna og grafa undan félagsfærni þeirra. Aðrar rannsóknir sýna að þétt dagskrá af tómstundum haldi aftur af sköpunargáfu barna því fátt geri hugvitinu jafngott og að leiðast. Haustið brestur nú á með öllum sínum kröfum um skutl á íþróttaæfingar, aðstoð við heimalærdóminn, kaup á nýjum skólatöskum og kvabb um tómstundir – það þarf að mæta á fótboltamótin, sauma búninga fyrir skólaleikritið, baka sykurlausa hráköku fyrir fjáröflunarsamkomuna … En áður en uppalendur landsins teygja sig í sjálfshýðingarpískinn er rétt að minna á eftirfarandi: Rannsóknir sýna að „hin nógu góða móðir“ er í raun hin allra besta móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín útskrifaðist úr leikskóla í London í vikunni. Eins og sannri nútímamóður sæmir vakti það með mér nístandi samviskubit. Ég áttaði mig á hversu margt fjögurra ára barnið kunni: Stafi, tölur, heilt tónleikaprógramm af nöturlegum breskum barnagælum (It’s raining, it’s pouring/The old man is snoring/He bumped his head/On the top of the bed/And couldn’t get up in the morning). Það sem olli því að ég fálmaði eftir pískinum tilbúin í hressilega sjálfshýðingu var sú staðreynd að lítið sem ekkert af allri þessari visku var frá mér komið. Ég sat í stofunni og klippti neglurnar á yngri bróður hennar þegar sú fjögurra ára hlammaði sér á sófann og spurði: „Hvers vegna erum við með neglur?“ Þarna var tækifærið. Það var komið að mér að miðla af þekkingu minni; vera sú fyrirmyndarmóðir sem ég hafði alltaf verið á leiðinni að verða; foreldrið sem föndrar dúkkukastala með barninu úr tómum jógúrtdollum og íspinnaspýtum í stað þess að henda í það nýjustu Barbie-höllinni; foreldri sem spinnur sögur og ævintýri af fingrum fram en ekki upp lygar eins og að Evrópusambandið hafi bannað batterí og þess vegna sé ekki hægt að kaupa nýjar rafhlöður í syngjandi leikfangavélmennið sem sýgur lífsviljann úr fullorðnum; foreldrið sem skutlar barninu í ballett, píanótíma og forritunarnámskeið eftir skóla í stað þess að rétta því Netflix-fjarstýringuna. Mér fannst framtíðarfyrirætlanir þegar hafa afmáð syndir fortíðar þegar ég svaraði: „Því einu sinni vorum við dýr.“ Ég hélt að mér hefði tekist vel upp er ég miðlaði fjögurra ára dótturinni þróunarkenningunni. En dramb er falli næst. Ég var á leiðinni út í ruslageymslu með stóran pappakassa þegar hún birtist eins og árvakur villiköttur úr launsátri. „Átti ég heima í þessum kassa þegar ég var dýr?“ „Ha, nei, sko þú varst ekki dýr.“ „En þú sagðir að við hefðum einu sinni verið dýr.“ „Það voru forfeður okkar sem voru apar.“ „Er amma api?“ „Nei.“ „En afi?“ „Nei.“ „Ertu með svona mikið hár á fótunum af því að þú ert api?“ Ég ákvað að horfast í augu við staðreyndir. „Gjörðu svo vel, hérna er Netflix-fjarstýringin.“ Ég yrði aldrei fyrirmyndarmóðirin sem mér fannst að ég ætti að vera. Eða hvað?Hin nógu góða móðir Árið 1953 bjó Donald Winnicott, breskur barnalæknir og sálgreinir, til hugtakið „hin nógu góða móðir“. Eftir að hafa fylgst með þúsundum mæðra og börnum þeirra veitti Winnicott því eftirtekt að börnum sem ekki gengu að ótakmarkaðri athygli mæðra sinna vísri reiddi betur af en þeim sem nutu óskiptrar athygli. Winnicott sagði að þótt ósjálfbjarga hvítvoðungar þörfnuðust allrar athygli móður eða uppalanda væri mikilvægt að mæður væru ekki alltaf til taks er fram liðu stundir. Börn sem ættu móður sem olli þeim reglulega vonbrigðum – svaraði þeim ekki strax þegar þau kölluðu, lék ekki við þau eftir pöntun, eldaði ekki matinn sem þau vildu – væru betur í stakk búin til að takast á við þá staðreynd að lífið léti ekki undan duttlungum hvers manns. Svo virðist sem kenning Winnicotts eigi við rök að styðjast. Ný rannsókn sýnir að svo kallaðir „þyrluforeldrar“, foreldrar sem eru með puttana í öllu sem börn þeirra gera, hefta andlegan þroska barna sinna og grafa undan félagsfærni þeirra. Aðrar rannsóknir sýna að þétt dagskrá af tómstundum haldi aftur af sköpunargáfu barna því fátt geri hugvitinu jafngott og að leiðast. Haustið brestur nú á með öllum sínum kröfum um skutl á íþróttaæfingar, aðstoð við heimalærdóminn, kaup á nýjum skólatöskum og kvabb um tómstundir – það þarf að mæta á fótboltamótin, sauma búninga fyrir skólaleikritið, baka sykurlausa hráköku fyrir fjáröflunarsamkomuna … En áður en uppalendur landsins teygja sig í sjálfshýðingarpískinn er rétt að minna á eftirfarandi: Rannsóknir sýna að „hin nógu góða móðir“ er í raun hin allra besta móðir.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar