Ökumaður sendiráðs braut lög með neyðarakstri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Ökumaður bandaríska sendiráðsins braut umferðarlög þegar hann ók bifreið sendiráðsins neyðarakstri um Reykjanesbraut í vikunni án heimildar. Bifreiðin er ekki skráð til slíks aksturs og má því ekki vera búin slíkum búnaði. Talsmaður sendiráðsins segir að um mistök sé að ræða. Atvikið átt sér stað um miðjan dag á miðvikudag þegar svartri BMW bifreið var ekið eftir Reykjanesbraut og beygt inn að Ásbrú. Blá blikkandi ljós loguðu framan á bílnum, samskonar og sjá má á neyðarbílnum og ómerktum lögreglubifreiðum þegar þeim er ekið neyðarakstri. Aðrir bílar í kringum gatnamótin stöðvuðu og gáfu bílnum forgang yfir gatnamótin. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Samgöngustofu þar sem spurt var hverjir hefðu heimild til neyðaraksturs og hvaða bifreiðar mættu vera búnar neyðarakstursbúnaði. Í 8. grein núgildandi umferðarlaga kemur fram að ljós líkt á sjást á bílnum megi eingöngu nota þegar nauðsyn ber til. Í reglugerðarsafni má svo finna ítarlega leiðbeiningar hvernig neyðarljós séu notuð og hvernig virkni þeirra skal vera. Hjá Samgöngustofu er svo að finna reglur um neyðarakstur en í 3 gr. segir að þau ökutæki sem megi skrá séu ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna. Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir megi skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild samgönguráðuneytis. Bifreiðin sem um ræðir er skráð í eigu bandaríska sendiráðsins hér á landi. Fréttastofan leitaði upplýsinga um heimildir sendiráðsins fyrir akstri sem þessum og fékk þau svör hvorki lögreglan né samgöngustofa hafi gefið leyfi fyrir akstrinum. Jafnframt fékkst það staðfest að bifreiðin er ekki skráð til neyðaraksturs og því megi ekki aka henni með þeim búnaði og ökumenn sendiráðsins ekki með heimild til slíks aksturs. Fréttastofan leitaði upplýsinga hjá Bandaríska sendiráðinu hér á landi og fékk þær skýringar að um mistök væri að ræða. Í skriflegu svari upplýsingafulltrúa sendiráðsins kemur fram að ökumaðurinn hafi rekið sig í takka og ekki verið var við að kveikt hafi verið á neyðarljósum því ekkert í mælaborði bílsins gefi það til kynna. Því er ekki hægt að segja til um hversu lengi bifreiðinni var ekið í neyðarakstri. Sendiráðið segir að bifreiðin heyri undir íslensk lög og undir sérstökum reglum íslenskra yfirvalda. Öðrum spurningum varðandi búnað bifreiðarinnar er ekki svarað og borið við að um öryggismál sé að ræða. Ljóst þykir af svörum íslenskra yfirvalda að bæði sendiráðið og starfsmaður þess hafi brotið umferðarlög með akstrinum.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira