Handbolti

Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir með verðlaunin.
Strákarnir með verðlaunin. mynd/heimasíða hsí
Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu.

Haukur var hluti af íslenska liðinu sem tapaði með fimm mörkum, 32-27, fyrir Svíum í úrslitaleiknum fyrr í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 12-12.

Haukur hefur verið nánast í sérflokki á mótinu og fékk verðskulduð verðlaun er hann var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins af mótshöldurum.

Það voru ekki einu verðlaunin sem íslensku strákarnir fengu því Dagur Gautason var valinn í úrvalslið mótsins sem vinstri hornamaður.

Flott rós í hnappagatið hjá þessum öflugu piltum og ljóst að framtíðin er björt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×