KR vann góðan sigur á KA á Greifavellinum norðan heiða í dag en einungis eitt mark var skorað í leiknum.
Fyrri hálfleikurinn byrjaði af krafti því eftir tíu sekúndur fékk Ásgeir Sigurgeirsson gott tækifæri til að skora eftir misheppnaða miðju KR.
Ekki tókst Ásgeiri það og eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Það gerði Daninn Kennie Chopart eftir laglegt samspil við Pálma Rafn Pálmason.
Markið og helstu atvik leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu sigurmarkið og helstu atvikin úr sigri KR á Akureyri
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-1 │KR hafði betur í bragðdaufum leik
Kennie Knak Chopart skoraði eina mark leiksins á Akureyri og öflugur sigur KR í Evrópubaráttunni.