Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins fagna fyrir utan kosningamiðstöð í höfuðborginni. Vísir/AFP Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent