Stjörnufans til styrktar Einstökum börnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Þeir félagarnir ákváðu að taka þátt til að bæði styrkja og vekja athygli á Einstökum börnum. Fréttablaðið/Þórsteinn Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Þeir félagar Pétur Kiernan, Aron Mola og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa rottað sig saman og munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu saman. Ástæðan fyrir því að þeir taka þátt í þessari þrekraun er málefnið sem þeir hlaupa fyrir – Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna þessara barna og aðstandenda þeirra. „Það er málefni sem okkur finnst skipta miklu máli, viljum glaðir styrkja og vekja athygli á,“ segja strákarnir. Þeir hafa skráð sig í 10 kílómetrana en útiloka alls ekki að vegalengdin geti lengst umtalsvert ef vel gengur að safna. „Við erum skráðir í 10 kílómetra eins og er. Ef söfnunin okkar gengur vel þá gætum við hins vegar endað með að hlaupa heilt maraþon. Ef við fáum tvær milljónir hlaupum við 21 kílómetra en fjórar milljónir senda okkur í heilt maraþon.“Er þetta ykkar fyrsta maraþon eða hafið þið hlaupið áður? „Pétur og Sigurbjartur hafa hlaupið tíu kílómetra áður. Aron hefur hlaupið mest átta kílómetra þannig hann ætti að vera í mesta áhættuhópnum. En við munum peppa hver annan upp þar sem enginn okkar er í líkamlegu standi til að hlaupa maraþon.“Einstök börn urðu 20 ára í fyrra og nokkur einstök börn heimsóttu Bessastaði af því tilefni.Fréttablaðið/StefánÞeir eru sammála um að Pétur sé í langbesta forminu af þeim öllum og Aron í því versta. Enginn þeirra er þó nálægt því að vera í formi til að hlaupa heilt maraþon játa þeir. Aðspurðir hvort þeir séu byrjaðir að æfa segjast þeir ekki vera komnir mikið af stað – en metnaðurinn er þó töluverður og þeir eru komnir með gífurlega sterkan liðsauka í þjálfuninni fyrir maraþonið. „Við erum bara nýbúnir að taka þessa ákvörðun þannig að við höfum ekki æft mikið en við erum að koma okkur af stað. Kári Steinn ætlar að kenna okkur einhver trix sem munu vonandi skila sér á stóra deginum.“ Það er þó ekki bara líkamleg þjálfun sem skiptir máli – það er líka andlegi þátturinn, sem þarf að sinna í langhlaupum. Það að hafa viljastyrkinn til að halda áfram að gera sama hlutinn aftur og aftur í lengri tíma og ýta sér alla leið yfir marklínuna getur verið þrautin þyngri – hvernig tæklið þið þetta strákar? „Við verðum bara að vera tilbúnir að klífa alla þá veggi sem við rekumst á, við hættum ekki fyrr en við erum komnir í mark.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein