Falleinkunn Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:00 Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun