Stútar undir stýri í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:22 Fjöldi vímaðra ökumanna var stöðvaður í nótt. Vísir/Getty Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir. Lögreglumál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir.
Lögreglumál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira