Hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvor aðra? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth. Skjámynd/Youtube/Iceland Athletics Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth hafa heldur betur stimplað sig inn í sögu íslenskra spretthlaupara þrátt fyrir ungan aldur. Þær eru nú spretthörðustu stelpur landsins og Frjálsíþróttsambandið leyfði landsmönnum að kynnast þeim aðeins betur í nýju myndbandi. Báðar hafa þær verið að slá gömul Íslandsmet á þessu ári sem og að slá hin ýmsu aldursflokkmet. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð síðan Evrópumeistari í 100 metra spretthlaupi á á EM U18 í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðbjörg Jóna vann einnig brons í 200 metra hlaupi á Evrópumótinu. Þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk hafa oft verið að keppa um sömu Íslandsmetin í ár og jafnvel að taka met af hvorri annarri. Þær eru samt vinkonur þrátt fyrir mikla samkeppni og vinna vel saman í boðhlaupum. Báðar tóku þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk þannig þátt í því að bæta Íslandsmetið í 4×100 metra boðhlaupi á 92. Meistaramóti Íslands á dögunum. Þær skipuðu sveit ÍR ásamt Hrafnhildi Eir Hermóðsdóttur og Helgu Margréti Haraldsdóttur og hlupu á tímanum 46,29 sekúndum. Frjálsíþróttasambandið hafði trú á því að þær stelpur þekki hvora aðra mjög vel en ákvað að láta reyna á það og komast hreinlega að því hversu vel þekkja efnilegustu spretthlauparar landsins hvora aðra? Myndbandið er hér fyrir neðan en þar eru þær Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk látnar svara spurningum um hvor aðra. Þær hafa mjög gaman af og mikið er hlegið í þessum skemmtilega myndbandi sem má sjá hér fyrir neðan. Spurningarnar eru af ýmsmum toga og eru vissulega ekki allar eins vinsælar eða eins erfiðar. Þetta er að sjálfsögðu sett upp sem keppni á milli þessara miklu keppnismanneskja og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvor hafði betur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira