Í röð tísta sagði Trump, meðal annars, að rannsókn Mueller væri smánarblettur á Bandaríkjunum. Starf Mueller og rannsakenda hans væri að koma svörtu orði á Bandaríkin.
Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað gagnrýnt Sessions fyrir þá ákvörðun. Þá hefur hann sagt að hann hefði aldrei skipað Sessions í embætti ef hann hefði vitað að hann ætlaði að segja sig frá rannsókninni.
Eitt af tístum hans í morgun er þó sérstakt þar sem hann segir með beinum hætti að Sessions ætti að stöðva Mueller, sem í sjálfu sér gæti verið séð sem hindrun réttvísinnar. Fram hefur komið að Mueller er að fara yfir yfirlýsingar forsetans á Twitter og annars staðar þar sem Trump hefur gagnrýnt Sessions og beitt hann þrýstingi.
Bæði Sessions og Comey eru vitni í rannsókn Mueller.
..This is a terrible situation and Attorney General Jeff Sessions should stop this Rigged Witch Hunt right now, before it continues to stain our country any further. Bob Mueller is totally conflicted, and his 17 Angry Democrats that are doing his dirty work are a disgrace to USA!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018
Rick Gates, fyrrverandi samstarfsmaður Manafort, hefur starfað með Mueller. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sagt að Trump gæti mögulega náðað Manafort, verði hann fundinn sekur.
Áðurnefndur dómari úrskurðaði þó sömuleiðis að ákærurnar væru innan verksviðs Mueller og þá sérstaklega vegna tengsla Manafort og Rússlands.
Trump tísti einnig um Manafort í dag og sagði hann Manafort hafa unnið fyrir nokkra stjórnmálaleiðtoga eins og Ronald Reagan og Bob Dole. Hann hafi einungis unnið fyrir Trump um skamma stund.
„Af hverju sagði ríkisstjórnin mér ekki að hann væri til rannsóknar. Þessar gömlu ákærur hafa ekkert með samstarf við Rússa að gera – Gabb!“ skrifaði Trump.
Paul Manafort worked for Ronald Reagan, Bob Dole and many other highly prominent and respected political leaders. He worked for me for a very short time. Why didn’t government tell me that he was under investigation. These old charges have nothing to do with Collusion - a Hoax!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 1, 2018