Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Einar Sigurvinsson skrifar 1. ágúst 2018 19:52 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Road to the Games Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er efst íslenskra kvenna á leikunum í 5. sæti. Þriðja grein heimsleikanna snerist alfarið um styrk keppenda. Greinin kallast „CrossFit Total“ og í henni hafa keppendur 12 mínútur til að taka eina hnébeygju, eina axlarpressu og eina réttstöðulyftu, eins þungt og mögulegt er. Sigurvegari heimsleikanna í fyrra, Tai-Clair Toomey stóð uppi sem sigurvegari í greininni en hennar þyngstu lyftur voru samtals 875 pund, eða tæplega 400 kíló. Anníe Mist Þórisdóttir var í 9. sæti, en hún lyfti samtals 820 pundum. Sara Sigmundsdóttir var jöfn í tíunda sæti eftir að hafa lyft 810 pundum. Oddrún Eik Gylfadóttir var í 35. sæti með 715 pund og Katrín Tanja Davíðsdóttir var í 36. sæti með 705 pund. Björgvin Karl Guðmundsson var í 15. sæti í karlaflokki en hann lyfti samtals 1.185 pundum eða 540 kílóum. Royce Dunne var í 1. sæti en hann lyfti samtals 1.255 pundum eða 570 kílóum. Að þremum greinum loknum er Björgvin Karl enn í 5. sæti með 186 stig. Sigurvegari leikanna síðustu tvö árin, Mathew Fraser, er í 1. sæti með 240 stig og Adrian Mundwiler er í 2. sæti með 206. Anníe Mist er í 5. sæti með 188 stig, Sara Sigmundsdóttir er í 14. sæti með 150 stig. Katrín Tanja er í 15. sæti með 146 stig, Oddrún Eik er í 25. sæti með 108 stig. Tia-Clair Toomey er efst með 274 stig og skammt á eftir henni í 2. sæti er Laura Horvath með 154 stig. Fjórða og síðasta grein dagsins hefst klukkan tíu í kvöld á íslenskum tíma. Greinin verður 42 kílómetra róður og er gert ráð fyrir að það taki keppendur á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma að ljúka greininni, sem verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er efst íslenskra kvenna á leikunum í 5. sæti. Þriðja grein heimsleikanna snerist alfarið um styrk keppenda. Greinin kallast „CrossFit Total“ og í henni hafa keppendur 12 mínútur til að taka eina hnébeygju, eina axlarpressu og eina réttstöðulyftu, eins þungt og mögulegt er. Sigurvegari heimsleikanna í fyrra, Tai-Clair Toomey stóð uppi sem sigurvegari í greininni en hennar þyngstu lyftur voru samtals 875 pund, eða tæplega 400 kíló. Anníe Mist Þórisdóttir var í 9. sæti, en hún lyfti samtals 820 pundum. Sara Sigmundsdóttir var jöfn í tíunda sæti eftir að hafa lyft 810 pundum. Oddrún Eik Gylfadóttir var í 35. sæti með 715 pund og Katrín Tanja Davíðsdóttir var í 36. sæti með 705 pund. Björgvin Karl Guðmundsson var í 15. sæti í karlaflokki en hann lyfti samtals 1.185 pundum eða 540 kílóum. Royce Dunne var í 1. sæti en hann lyfti samtals 1.255 pundum eða 570 kílóum. Að þremum greinum loknum er Björgvin Karl enn í 5. sæti með 186 stig. Sigurvegari leikanna síðustu tvö árin, Mathew Fraser, er í 1. sæti með 240 stig og Adrian Mundwiler er í 2. sæti með 206. Anníe Mist er í 5. sæti með 188 stig, Sara Sigmundsdóttir er í 14. sæti með 150 stig. Katrín Tanja er í 15. sæti með 146 stig, Oddrún Eik er í 25. sæti með 108 stig. Tia-Clair Toomey er efst með 274 stig og skammt á eftir henni í 2. sæti er Laura Horvath með 154 stig. Fjórða og síðasta grein dagsins hefst klukkan tíu í kvöld á íslenskum tíma. Greinin verður 42 kílómetra róður og er gert ráð fyrir að það taki keppendur á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma að ljúka greininni, sem verður sú lengsta í sögu heimsleikanna.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira