Inntak fullveldisins er menningin Svavar Gestsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Svavar Gestsson Mest lesið Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ræðu sinnar á Sturluhátíð á sunnudaginn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: „Nú þegar við fögnum 100 ára fullveldisafmæli upplifum við enn og aftur umbreytingartíma, líkt og Sturlungaaldarfólk upplifði og þau sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Nýtum þau tímamót til að velta fyrir okkur gildum komandi hundrað ára; hvernig við getum tryggt að eftir hundrað ár verði hér land þar sem við öll fáum að njóta okkar, jafnaðar- og velferðarsamfélag, þar sem ósnortin náttúra hefur verið vernduð og við tökum saman ákvarðanir eftir lýðræðislegum leikreglum. Þar skiptir ekki minnstu að muna hvaðan við komum og hver við erum. Mikilvægur þáttur í því er að standa vörð og efla okkar menningararf því hann er okkar mikilvæga framlag inn í heimsmenninguna.“ Þetta er kjarni málsins. Og það er menningin sem er undirstaða þess og forsenda að við erum Íslendingar á Íslandi en ekki Bandaríkjamenn eða Danir með fullri virðingu fyrir öllu þessu fólki. Þess vegna er mikilvægt að minnast þess á fullveldisárinu hvert er innihald fullveldisins, það er menningin. Oft er engu líkara í umræðunni um fullveldið en að það sé bara form, en ekki innihald. Formið er mikilvægt en það gerir enga stoð nema innihaldið sé skýrt um leið og við segjum fullum fetum hvert við ætlum. Sturluhátíðin á sunnudaginn var fullveldishátíð; húsfyllir og brennandi áhugi. Þar voru ekki bara samankomnir fræðimenn og sérlegir sérfræðingar eða áhugafólk um Sturlungu að sunnan. Þarna var sérstaklega góð þátttaka úr byggðarlaginu. Lokið er fornminjaskráningu á Staðarhóli þar sem Sturla bjó lengst. Fram undan er að kanna leiðir til að hefja fornleifarannsóknir í jörðu. Vegagerðin hefur þegar gert bílastæði við afleggjarann heim að Staðarhóli. Vissulega náði Staðarhóll um alla sveitina og þess vegna verður auðvelt að finna stað fyrir minningarreit um Sturlu Þórðarson en það er á döfinni. Þá er á döfinni að setja upp fjögur sérstök söguskilti á söguhringnum vestra. Það er Mjólkursamsalan, stærsta fyrirtæki í Dalabyggð, sem hefur kostað átakið og studdi auk þess myndarlega við fornminjaskráninguna. Dalirnir eiga sögu umfram flest önnur byggðarlög. Það er ekki síst Sturlu Þórðarsyni að þakka. Þess vegna er upplagt að halda upp á afmæli hans um leið og minnt er á 100 ára fullveldi.Höfundur er ritstjóri
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar