Mikilvægt að farþegar haldi sér vakandi um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 10:58 Umferðin verður eflaust þung um helgina og því að ýmsu að huga. Vísir Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30
Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29