Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 15:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. vísir/óskar friðriksson Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag. Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50