Úrkomudagar í Reykjavík aldrei verið fleiri en nú Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 17:40 Regnfötin hafa verið þarfasti þjónn höfuðborgarbúa í sumar. Aldrei hefur rignt eins marga daga á fyrri helmingi ársins frá því að mælingar hófust. Vísir/Ernir Aldrei hafa verið fleiri úrkomudagar í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins frá því að mælingar hófust. Veðurstofan segir að úrkoma hafi verið yfir meðallagi um mest allt landið í júlí og víða var mánuðurinn sá úrkomusamasti í fleiri áratugi. Í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júlí kemur fram að úrkoma í Reykjavík mældist 62,3 mm sem er 20% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Sólarlítið var einnig í Reykavík í júlí. Sólskinsstundirnar mældust 89,9, sem er 81 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Ekki hefur verið eins sólarlítið í júlímánuði í Reykjavík síðan árið 1989. Á Akureyri mældist úrkoman 72,8 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Aðeins þrisvar sinnum áður hefur mælst eins mikil úrkoma á Akureyri í júlímánuði, síðast árið 2014. Sólskinsstundir mældust 122,5. Það er 36 færri en í meðalári. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 74,9 mm sem er um 75% umfram meðallag og það mesta í júlí frá 1977. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 109,7 mm. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 16, sex fleiri en í meðalári. Alveg þurrir dagar voru aðeins fimm í Reykjavík, þeir voru jafnfáir árið 1982 en aðeins þrír árið 1955. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 17 daga mánaðarins, tíu fleiri en í meðalári og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga. Ný úrkomumet í júlímánuði voru sett á Grímsstöðum (116 mm), Litlu Ávík (159 mm) og Hænuvík (106 mm). Þegar litið er til fyrstu sjö mánaða ársins hefur úrkoman í Reykjavík verið 45% umfram meðallag og 30% á Akureyri.Undir meðaltalshita síðustu tíu ára í Reykjavík Hlýtt var í veðri á Austurlandi en svalara á Suður- og Vesturlandi í júlí. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 10,6 stig sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990, en 1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,4 stig, 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en jafnt meðaltali síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 10,0 stig og 11,1 stig á Höfn í Hornafirði. Á Dalatanga var meðalhitinn 10,2 stig sem er hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga á þeim stað. Þrátt fyrir tiltölulega svalt veður í sumar var meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins 4,7 stig, sem er 0,6 stigum ofan meðallags 1961 til 1990, en -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 38. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 4,7 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 12. sæti á lista 138 ára. Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Aldrei hafa verið fleiri úrkomudagar í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins frá því að mælingar hófust. Veðurstofan segir að úrkoma hafi verið yfir meðallagi um mest allt landið í júlí og víða var mánuðurinn sá úrkomusamasti í fleiri áratugi. Í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júlí kemur fram að úrkoma í Reykjavík mældist 62,3 mm sem er 20% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Sólarlítið var einnig í Reykavík í júlí. Sólskinsstundirnar mældust 89,9, sem er 81 stund undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Ekki hefur verið eins sólarlítið í júlímánuði í Reykjavík síðan árið 1989. Á Akureyri mældist úrkoman 72,8 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Aðeins þrisvar sinnum áður hefur mælst eins mikil úrkoma á Akureyri í júlímánuði, síðast árið 2014. Sólskinsstundir mældust 122,5. Það er 36 færri en í meðalári. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 74,9 mm sem er um 75% umfram meðallag og það mesta í júlí frá 1977. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 109,7 mm. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 16, sex fleiri en í meðalári. Alveg þurrir dagar voru aðeins fimm í Reykjavík, þeir voru jafnfáir árið 1982 en aðeins þrír árið 1955. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 17 daga mánaðarins, tíu fleiri en í meðalári og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga. Ný úrkomumet í júlímánuði voru sett á Grímsstöðum (116 mm), Litlu Ávík (159 mm) og Hænuvík (106 mm). Þegar litið er til fyrstu sjö mánaða ársins hefur úrkoman í Reykjavík verið 45% umfram meðallag og 30% á Akureyri.Undir meðaltalshita síðustu tíu ára í Reykjavík Hlýtt var í veðri á Austurlandi en svalara á Suður- og Vesturlandi í júlí. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 10,6 stig sem er jafnt meðaltali áranna 1961 til 1990, en 1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,4 stig, 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en jafnt meðaltali síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 10,0 stig og 11,1 stig á Höfn í Hornafirði. Á Dalatanga var meðalhitinn 10,2 stig sem er hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga á þeim stað. Þrátt fyrir tiltölulega svalt veður í sumar var meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins 4,7 stig, sem er 0,6 stigum ofan meðallags 1961 til 1990, en -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 38. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 4,7 stig sem er 1,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar raðast í 12. sæti á lista 138 ára.
Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira