Viðræður milli KSÍ og sænska knattspyrnustjórans Erik Hamren um þjálfarstöðu íslenska landsliðsins eru langt á veg komnar. Þetta kemur fram á fótbolta.net.
Erik Hamrén var þjálfari sænska landsliðsins frá árinu 2009 til 2016. Hann tók við starfinu á meðan hann var enn þjálfari Rosenborg en hann stýrði liðinu til sigurs í norsku úrvalsdeildinni 2009 og 2010.
Aðstoðarþjálfari hans hjá sænska landsliðinu, Marcus Allbäck, var staddur hér á landi og þykir líklegt að hann muni fylgja Hamrén í starfið.
Undir stjórn Hamrén komst sænska landsliðið á Evrópumótin 2012 og 2016.
Viðræður KSÍ og Erik Hamrén langt á veg komnar
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

