Rússar sagðir reyna áfram að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 21:29 Dan Coats (f.m.) ásamt Christopher Wray, forstjóra FBI, (t.v.) og Paul Nakasone, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA (t.h.). Vísir/EPA Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03