Sigurbjörn Hreiðars: Það reyndi á skandinavísku þolinmæðina Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 2. ágúst 2018 22:29 Sigurbjörn ásamt Ólafi Jóhannssyni. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku. Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur eftir að lið hans sló út Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Liðið vann leikinn á Hlíðarenda í kvöld 3-0 eftir að hafa tapað þeim fyrri með einu marki. „Þetta var þolinmæðisverk. Við þurftum bara fyrsta markið og þá opnuðust flógáttir, við hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sigurbjörn eftir leikinn. Sigurbjörn stýrði liðinu af hliðarlínunni í fjarveru Ólafs Jóhannessonar, aðalþjálfara liðsins. Ólafur tók út bann sem hann hlaut eftir viðureign Vals og Rosenborgar og í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar. Sigurbirni var létt í leikslok. „Við vorum klaufar að tapa fyrir þeim úti. Það hafa mætt skemmtilegri fótboltalið hingað til lands. Spiltíminn var svona tíu mínútur í fyrri hálfleik. Þeir lágu út um allan völl og markmaðurinn tók tvo, þrjá hringi í kringum markið þegar hann tók útspörk. Það reyndi aðeins á skandinavísku þolinmæðina,“ sagði Sigurbjörn en það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir ætluðu sér að verja forskotið úr fyrri leiknum og sóttu lítið sem ekkert. Sigurbjörn var ekki sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri leiknum ytra en hans menn stjórnuðu leiknum í kvöld. „Við spiluðum boltanum hraðar og vorum agressívir. Við nýttum opnarinar betur. Úti þá komumst við ekki í neinar opnanir. Völlurinn þar er tíu metrum mjórri og tíu metrun styttri þannig að þeir náðu að loka vel á okkur þar. Við erum góðir á heimavelli og keyrðum á þá. Við unnum þetta mjög sanngjarnt.“ Valsmenn halda uppi heiðri íslensku liðanna í Evrópukeppninni þetta árið en þeir eru eina liðið sem hefur ekki dottið úr keppni. Valsmenn mæta moldóvska liðinu Sheriff í næstu umferð. „Það er spennandi en erfitt verkefni. Við mætum hörkuliði þar. Ég er aðeins búinn að sjá þá og við erum að fara að mæta alvöru atvinnumannaliði,“ sagði Sigurbjörn um aðstæðingana sem bíða Vals. Fyrri leikurinn fer fram í Moldóvíu eftir viku.
Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira