Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 18:32 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira