Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 18:32 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley. Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa að mestu gengið vel fyrir sig um land allt, bæði að mati lögreglu og skipuleggjenda hátíða víða um land. Þrátt fyrir mikla umferð hefur hún að mestu gengið stórslysalaust fyrir sig að frátöldu einu alvarlegu slysi á Suðurlandi í gær.Einn handtekinn á Selfossi Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi, þar af eitt á Selfossi þar sem einn var handtekinn og grunur lék á að efni væri ætlað til endursölu. Einn gisti fangageymslur á Akureyri í nótt vegna ölvunar en annars hefur allt gengið vel fyrir norðan. Veður hefur verið með besta móti um allt land í dag en það gæti breyst á morgun. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland á morgun og gæti því verið mjög hvasst og jafnvel rigning í brekkusöngnum í Eyjum annað kvöld. Öflug gæsla og færri fíkniefnamál í Eyjum Ætlað er að um 11 þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð í gær og hefur þeim farið fjölgandi síðan. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er ánægð með helgina til þessa. „Nóttin var bara með rólegasta móti, menn muna varla eftir svona rólegri föstudagsnótt,“ segir Páley í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Alls höfðu 13 fíkniefnamál komið inn á borð lögreglunnar í morgun en þau voru 24 á sama tíma í fyrra. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við erum með sambærilegt viðbragð í fíkniefnaeftirliti eins og í fyrra en samt eru málin mun færri. Við vorum reyndar með eitt sölumál en annars voru þetta bara neyslumál,“ segir Páley. Um þrjátíu lögreglumenn standa vaktina í Eyjum um helgina og sex þeirra sinna fíkniefnaeftirliti. „Við erum með 2-3 fíkniefnaleitarhunda og svo erum við með gæslu sem er mönnuð um 150 manns og ef við erum að telja viðbragðið í dalnum, sem sagt lögregluna og þá sem eru á sjúkbílunum og þá sem sinna sjúkra í tjaldinu og sálargæslan og áfallateymið og allt þetta þá eru þetta yfir 200 manns á vaktinni þegar mest er á nóttunni,“ segir Páley.Upplýsa ekki um kynferðisbrot að svo stöddu Samkvæmt upplýsingum Landspítala hefur enginn leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að svo stöddu ekki veita upplýsingar um slík mál. „Við upplýsum bara um þau mál þegar búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni þolenda,“ segir Páley.
Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira