Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 19:30 Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40
Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07
Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25
Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57