Spilað er í Færeyjum en fyrsti andstæðingur strákanna var gegn heimamönnum og þeir reyndust heldur betur erfðir andstæðingar.
Heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ísland brenndi af víti í fyrri hálfleik. Kristall Máni Ingason, leikmaður FCK, jafnaði metin fyrir Ísland í síðari hálfleik.
Er komið var fram í uppbótartíma kom sigurmarkið. Eftir aukaspyrnu utan af kanti náði Skagamaðurinn Oliver Stefánsson að koma fæti í boltann og tryggja Íslandi sigur.
Ísland mætir Kína á þriðjudaginn klukkan ellefu en Kína er gestalið á mótinu. Sigurmark Íslands má svo sjá hér að neðan.