Hver er þessi Erik Hamrén sem er að taka við Íslandi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 14:15 Erik Hamrén stappar stálinu í Oscar Lewicki, eikmann sænska landsliðsins. Vísir/Getty Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30
Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13
Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24
86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30
KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki