Hver er þessi Erik Hamrén sem er að taka við Íslandi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 14:15 Erik Hamrén stappar stálinu í Oscar Lewicki, eikmann sænska landsliðsins. Vísir/Getty Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Svíinn Erik Hamrén er að fara að taka við íslenska landsliðinu en á því leikur enginn vafi ennþá þótt að KSÍ sé ekki búið að staðfesta ráðninguna. Blaðamannafundurinn er á morgun. En hver er þessi Erik Hamrén sem er væntanlega að taka við Íslandi? Erik Hamrén hélt upp á 61 árs afmælið sitt á dögunum og hefur undanfarið starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá suður-afríska félaginu Mamelodi Sundowns. Hamrén hefur mikla reynslu, bæði af því að þjálfa landslið og að þjálfa félagslið. Hann hefur unnið titla í þremur löndum. Svíþjóð, Danmörku og Noregi þar af gerði hann lið bæði að dönskum og norskum meisturum. Hamrén sló hins vegar fyrst í gegn sem þjálfari sænska liðsins AIK en undir hans stjórn varð AIK bikarmeistari tvö ár í röð frá 1996 til 1997. AIK undir stjórn Hamrén mætti KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1996. AIK vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0 en sá síðari ytra fór 1-1 þar sem Guðmundur Benediktsson jafnaði metin fyrir KR með snyrtilegu marki seint í leiknum.Hamrén gerði einnig Örgryte IS að sænskum bikarmeisturum árið 2000. Hamrén færði sig yfir til Danmerkur árið 2004 og fjórum árum seinna gerði hann AaB Fodbold að dönskum meisturum. Hamrén tók í framhaldinu við norska félaginu Rosenborg BK og gerði liðið tvisvar að norskum meisturum áður en hann hætti og gerðist landsliðsþjálfari Svía.Vísir/GettySvíar leituðu til Erik Hamrén eftir að Lars Lagerbäck hætti með sænska landsliðið árið 2009. Lagerbäck var þá búinn að vera með sænska landsliðið í meira en áratug sem aðstoðarþjálfari (1998-1999) eða aðalþjálfari (2000-2009). Hamrén þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og fór með liðið bæði inn á EM 2012 og EM 2016. Sænska liðið komst ekki í úrslitakeppni HM 2014 en sat þá eftir í riðli þar sem voru líka verðandi heimsmeistarar Þýskalands. Svíar komust í umspilið en féllu út á móti Portúgal. Eftir að Erik Hamrén hætti með sænska landsliðið eftir EM 2016 þá tók hann aftur við Örgryte í smá tíma (kláraði 2017 tímabilið) og gerðist svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Það er auðvelt að bera Erik Hamrén saman við landa sinn Lars Lagerbäck enda margt líkt með þeim félögum þegar þeir taka við íslenska landsliðinu. Þeir eru hins vegar ólíkir persónuleikar. Lars Lagerbäck þekkjum við sem algjört ljúfmenni sem vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með almennilegri og flekkrausri framkomu auk þess að breyta íslenska landsliðinu úr einu af þeim slökustu í Evrópu í lið sem komst í átta liða úrslit á EM. Erik Hamrén þykir verða harðari og grimmari týpa en Lars og verður seint kallaður eitthvað ljúfmenni. Það verður til dæmis fróðlegt að sjá hvaða línu hann leggur íslenskum blaðamönnum sem áttu mjög gott samstarf við Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. Lars Lagerbäck fann fljótt besta leikstíl íslenska landsliðsins og eftir að hann fann hann þá var ekki mikið um breytingar. Liðið spilaði 4-4-2 kerfið og Lars útfærði það til að nýta sem best kosti íslensku leikmannanna. Það var heldur ekki mikið um breytingar í leikmannahópnum og íslenska liðið byrjaði sem dæmi alla leiki sína á EM 2016 með sömu ellefu menn.Vísir/GettyHamrén er þekktari fyrir að breyta miklu oftar um leikmenn. Ef menn standa sig ekki eða úrslitin eru ekki hagstæð er mjög líklegt að hann muni henda mönnum inn og út úr liðinu. Breiddin er vissulega minni hjá Íslandi en ráðning Hamrén gæti opnað dyrnar fyrir nýja menn. Erik Hamrén spilaði fyrst 4-2-3-1 kerfið með sænska landsliðinu en færði sig svo yfir í 4-4-2. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét sænska landsliðið spila mjög sókndjarfan bolta í undankeppni EM 2016 en mætti svo með mjög varnarsinnaða og varfærnislegan leikstíl í úrslitakeppnina þar sem Svíar náðu aðeins í 1 stig af 9 mögulegum. Sænska landsliðið fór þá frá því að skora 19 mörk í 12 leikjum í undankeppninni í það að skora aðeins 1 mark í þremur leikjum í úrslitakeppni EM. Þessir þrír leikir á EM í Frakklandi urðu líka þrír síðustu leikir Erik Hamrén með sænska landsliðið. Erik Hamrén mun væntanlega ætla að skrifa sína eigin sögu með íslenska landsliðið. Það bíður hans það erfiða verkefni að fylgja eftir fyrstu tveimur stórmótum íslenska karlalandsliðsins og það er stutt í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Þegar Lars Lagerbäck tók við var eina leiðin upp en núna mun reyna á alla við að halda íslenska landsliðinu á þeim stalli sem liðið hefur komist undanfarin ár.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30 Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13 Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24 86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30 KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Aron Einar: Ég treysti KSÍ alveg fyrir þessu og er spenntur að vinna með öðrum Svía Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er ánægður með fyrirhugaða ráðningu Hamren. 7. ágúst 2018 08:30
Freyr líklegur aðstoðarþjálfari Hamren Freyr Alexandersson er í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins. Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. 7. ágúst 2018 13:13
Fyrrum vinnuveitandi Hamren staðfestir að hann taki við Íslandi Erik Hamren verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta ef marka má Twitter-færslu fyrrum vinnuveitanda hans í kvöld. 6. ágúst 2018 21:24
86 prósent segja að Erik Hamrén sé ekki rétti kosturinn fyrir Ísland Aftonbladet í Svíþjóð setti af stað könnun hjá sér í dag þar sem blaðið spurði lesendur sína á netinu hvort það væri rétt hjá Knattspyrnusamband Íslands að ráða Erik Hamrén sem landsliðsþjálfara. 7. ágúst 2018 13:30
KSÍ boðar til fundar: Verður Hamren kynntur sem nýr landsliðsþjálfari? Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu á morgun. Efni fundarins er þjálfaramál A landsliðs karla. 7. ágúst 2018 14:02