Þrjú kynferðisbrot á borði lögreglu í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 19:20 lls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Vísir/Óskar Pétur Friðriksson Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum telur að 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og hátíðin sé með þeim stærstu sem hafi verið haldin. Þrjú kynferðisbrot eru til rannsóknar og komu fimm líkamsárásir inn á borð lögreglu. Þar að auki komu upp 35 fíkniefnamál. Alls sinntu 26 lögregluþjónar löggæslu á þremur lögreglubílum auk 150 gæslumanna undir stjórn lögreglu. Þá voru tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. Þar kemur einnig fram að sex óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi sinnt fíkniefnaeftirliti og hafi þeir haft þrjá til fjóra fíkniefnaleitarhunda sér til aðstoðar. Heildarfjöldi fíkniefnamála sem kom upp var 35 og er talið að tvö þeirra tengist sölu fíkniefna. Í fyrra voru þau 47, árið 2016 voru þau 30 og árið 2015 voru þau 72. „Lögregla er ánægð með árangurinn og hefur það sýnt sig að öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri. Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en oft áður,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram eru þrjú kynferðisbrot til rannsóknar. Ein kona varð fyrir kynferðislegri áreitni á bílastæði í dalnum að kvöldi laugardags og í hinum tveimur er uppi grunur um misneytingu, eins og það er orðað í tilkynningunni. Kærur liggja ekki fyrir í málunum. Alvarlegasta líkamsárásin, af fimm, var spark í líkama sem olli innvortis blæðingum og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Önnur alvarleg árás olli nefbroti og hinar þrjár minniháttar áverkum. Kærur liggja fyrir vegna tveggja árása og var ein árásin heimilisofbeldismál. Önnur brot voru sex eignaspjöll, fimm auðgunarbrot, eitt húsbrot, ein hótun, fimm áfengislagabrot, fjórir fíknefnaakstrar og einn ölvunarakstur. „Lögregla sinnti fjölmörgum verkefnum yfir hátíðina og gekk vel að leysa úr öllum verkefnum sem komu inn á borð hennar. Að mati lögreglu gekk löggæsla vel og voru bæði lögregla og gæslumenn áberandi í Herjólfsdal og stutt í aðstoð. Viðbragð í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd var gott og var fjölmörgum sinnt vegna mismunandi erfiðleika. Veður setti strik í reikninginn á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags en þjóðhátíðargestir voru almennt vel búnir og vel gekk að koma fólki í skjól í íþróttahúsi sem þurfti á því að halda. Lögregla þakkar viðbragðsaðilum fyrir gott samstarf vegna þjóðhátíðar sem er jafnan stærsta löggæsluverkefni lögreglunnar á ári hverju.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira