Ósátt við að ráðherra hafni að greiða 911 milljóna rekstrartap Sveinn Arnarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð hét Elliheimili Akureyrar er það var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fréttablaðið/Heiða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03
Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30