Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Gissur Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart. Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart.
Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39