Tertan og mylsnan Þorvaldur Gylfason skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorvaldur Gylfason Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Langflest látum við okkur varða um annað fólk fjær og nær, afkomu þess og líðan. Samúð með öðrum er okkur flestum í blóð borin hvort heldur í sorg eða gleði. Þess vegna látum við t.d. fé af hendi rakna til annarra sem minna mega sín, stundum langt frá heimahögum. Samfélag manna kallar á gagnkvæman áhuga, gagnkvæmt tillit. Sjálfselska – sérúð! – er að sönnu snar þáttur í lífi manna, en það er samúðin einnig. Siðvit og samvizka styðjast við hvort tveggja, umhyggju fyrir öðrum og ekki bara fyrir sjálfum sér og sínum. Þetta eru gömul sannindi sem siðfræðingurinn Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði um í merkri bók 17 árum áður en hann sendi frá sér Auðlegð þjóðanna sem hann er frægastur fyrir enn í dag. Kenningin um siðferðiskenndir, fyrri bókin, kom út 1759 og vakti þá þegar mikla athygli. Siðfræði var undanfari hagfræðinnar.Gagnkvæmt tillit Samúð vitnar um gagnkvæmt tillit. Sá sem hefur reynzt skeytingarlaus um velferð annarra vekur sjaldan samúð. Gagnkvæmt tillit kallar að sínu leyti á háttsemi, röð og reglu í samskiptum og afstæðum hlutföllum. Þetta hjálpar okkur að skilja hvers vegna flestu fólki mislíkar eða jafnvel blöskrar mikill munur á lífskjörum, þ.e. gróf misskipting. Spurðu næstum hvern sem er þessarar spurningar: Ef þú ættir kost á að búa í tveim löndum sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu er lífsgæðum tiltölulega jafnt skipt meðal almennings og í hinu landinu situr fámennur forréttindahópur að flestum gæðum, hvort landið kysirðu frekar? Sannaðu til: Langflestir kjósa heldur fyrra landið. Þessa niðurstöðu hafa hagfræðingar sannreynt með ýmsum tilraunum, t.d. með því að spyrja hvern og einn í hópi manna hvort hann kysi heldur mætti hann velja:l Kauphækkun um 5% handa sjálfum sér og einnig handa öllum öðrum eðal Kauphækkun um 7% handa sjálfum sér og 12% handa öllum öðrum. Flestir kjósa heldur fyrri kostinn þótt síðari kosturinn gæfi meira í aðra hönd. Hvers vegna? Menn hirða ekki aðeins um eigin tekjur í krónum talið heldur einnig miðað við aðra. Launþegar streitast jafnan gegn því að dragast aftur úr öðrum að tilefnislausu. Tekjuhlutföll skipta máli, einkum þegar misskipting þykir hafa keyrt um þverbak.Misskipting hefur afleiðingar Ójöfnuður á Íslandi keyrði um þverbak fram að hruni og minnkaði síðan aftur í hruninu en er samt mun meiri nú en áður var eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni Ójöfnuður á Íslandi (2017). Þar kemur t.d. fram (bls. 245) að munurinn á ráðstöfunartekjum ríkasta tíunda hluta heimilanna og fátækasta tíunda hlutans var tæplega sexfaldur 1993-1995, 16-faldur 2007 og nífaldur 2015. Bilið milli topps og botns er mun breiðara ef við miðum við ríkasta og fátækasta hundraðshlutann, þ.e. 1% frekar en 10%. Þannig jók ríkasti tíundi hluti íslenzkra heimila hlutdeild sína í heildartekjum úr 19% 1995 í 40% 2007 á meðan ríkasti hundraðshlutinn jók hlutdeild sína í heildartekjum úr 3% 1995 í 21% 2007. Sem sagt: Ríkasti hundraðshlutinn sjöfaldaði hlutdeild sína í heildartekjum á sama tíma og ríkasti tíundi hlutinn tvöfaldaði sína hlutdeild. Þetta voru meiri umskipti í ójafnaðarátt á þennan kvarða en jafnvel í Bandaríkjunum. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni námu tæpum 5 mkr. á mánuði að meðaltali 2017 eða 17-földum lágmarkslaunum. Þetta er meiri launamunur en áður tíðkaðist. Forstjórarnir taka sér þessir laun sjálfir í reynd enda sitja þeir margir í stjórnum fyrirtækjanna hver hjá öðrum. Þeim fer ekki vel að segja nú að lítið sem ekkert svigrúm sé til kauphækkunar handa almennum launþegum. Sama á við um ríkið, helzta vinnuveitandann. Ríkisstjórnin notaði Kjararáð til að tryggja embættismönnum, ráðherrum og þingmönnum ríflega kauphækkun sem þau kalla „leiðréttingu“ – 45% handa þingmönnum! Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og öðrum fer því ekki vel að tala nú um „lítið sem ekkert svigrúm“ til launahækkunar. Það er of seint. Launþegar krefjast ríflegrar kjarabótar í næstu samningalotu. Það er skiljanlegt. Þeim misbýður mörgum hugsunarlaus sjálftaka forstjóranna og nómenklatúrunnar. Launþegar líta margir svo á að treysti vinnuveitendur sér ekki til að greiða þeim viðunandi laun eigi forstjórarnir að fá sér önnur ábyrgðarminni verk að vinna. En þá fer verðbólgan aftur á skrið, segja vinnuveitendur og ríkisstjórn einum rómi. Í ykkar boði, segja launþegar. Verði ykkur að góðu. Þið hrifsuðuð til ykkar tertuna. Við sættum okkur ekki við mylsnuna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun