Stjórnvaldsaðgerðir í þágu fyrstu kaupenda hafi hjálpað til Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:20 Hlutfallslega voru flest fyrstu kaup á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem rúmlega 30% allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup. Vísir/Anton Brink Fyrstu íbúðarkaup voru 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að stjórnvaldsaðgerðir á borð við heimildina til að nota séreignarsparnað skattfrjálst í útborgun húsnæðiskaupa og afslátt stimpilgjalda við fyrstu íbúðarkaup, hafi hjálpað fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ólafur segir að þeir hafi verið 1.600 talsins sem keyptu sína fyrstu íbúð á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs. Á sama tímabili hafi 600 manns tekið út séreignasparnað sinn vegna heimildarinnar til að ráðstafa séreignasparnaði sínum skattfrjálst. „Það er tæplega hálf milljón, að meðaltali, sem fólk er að taka út þannig að það hjálpar klárlega í einhverjum tilfellum,“ segir Ólafur.Fyrstu kaup í dag erfið í samanburði við undanfarin ár „Þessi fjölgun fyrstu kaupa er ekki síst ánægjuleg vegna þess að við höfum séð það í okkar könnunum að fyrstu íbúðarkaup hafa verið mjög erfið í sögulegu samhengi undanfarin ár. Við höfum séð það að meðalaldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi og það eru sífellt fleiri fyrstu kaupendur sem fá aðstoð frá fjölskyldu og ættingjum til að ráðast í íbúðarkaup. Þetta endurspeglar hvað það hefur verið erfitt að kaupa fyrstu íbúð,“ segir Ólafur. Það sé skýr vísbending um að erfiðara sé að komast inn á húsnæðismarkaðinn en áður.Meðalaldur fyrstu kaupenda hefur hækkað og fleiri leita aðstoðar hjá fjölskyldu og ættingjum við fyrstu íbúð en áður.vísir/gettyAðspurður segir Ólafur að það sé ákveðin misskipting sem birtist í þessu því það séu alls ekki allir sem búi svo vel að geta leitað til fjölskyldu og ættingja eftir stuðningi. Það sé mikið umhugsunarefni. Ólafur segir að fjölgun nýbygginga skapi hreyfingu á markaði en hann hefur áhyggjur af því að flestar nýbygginganna séu afar kostnaðarsamar. Það þurfi í auknum mæli að huga að stöðu tekjulægri hópa og fyrstu kaupenda og byggja hagkvæmar og smærri íbúðir á viðráðanlegu verði. Mikilvægt að láta skynsemina ráða för Þegar Ólafur er beðinn um góðar ráðleggingar til handa þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði segir hann að þegar komi að íbúðarkaupum sé afar mikilvægt að láta skynsemina ráða för. Þá sé alltaf betra að skoða fleiri íbúðir en færri og velta málunum vandlega fyrir sér. Ólafur bendir jafnframt á gott sé að forðast eins og frekast er unnt að taka of hátt lán. Það sé mismunandi eftir lánastofnunum hvernig fyrirkomulagið er en í einhverjum tilfellum sé hægt að fá lán fyrir allt að 90% af kaupverði. „Ef fólk er að taka svona hátt lán þá eru vextirnir náttúrulega hærri.“ Það sé áhættusamara eftir því sem lánsfjárhæðin eykst og öruggara að reyna að vera með eins lágt veðhlutfall og hægt er. Berst þá talið að erfiðleikum þess að leggja til hliðar vegna slæmrar stöðu á leigumarkaði. „Þetta er mjög erfitt fyrir marga, ekki síst fyrir fólk á leigumarkaði. Það er nú þegar kannski að greiða stóran hluta af sínum ráðstöfunartekjum í leigu og þá er auðvitað erfitt að safna fyrir íbúðarkaupum,“ segir Ólafur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08 Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Fyrstu íbúðarkaup voru 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir að stjórnvaldsaðgerðir á borð við heimildina til að nota séreignarsparnað skattfrjálst í útborgun húsnæðiskaupa og afslátt stimpilgjalda við fyrstu íbúðarkaup, hafi hjálpað fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ólafur segir að þeir hafi verið 1.600 talsins sem keyptu sína fyrstu íbúð á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs. Á sama tímabili hafi 600 manns tekið út séreignasparnað sinn vegna heimildarinnar til að ráðstafa séreignasparnaði sínum skattfrjálst. „Það er tæplega hálf milljón, að meðaltali, sem fólk er að taka út þannig að það hjálpar klárlega í einhverjum tilfellum,“ segir Ólafur.Fyrstu kaup í dag erfið í samanburði við undanfarin ár „Þessi fjölgun fyrstu kaupa er ekki síst ánægjuleg vegna þess að við höfum séð það í okkar könnunum að fyrstu íbúðarkaup hafa verið mjög erfið í sögulegu samhengi undanfarin ár. Við höfum séð það að meðalaldur fyrstu kaupenda hefur farið hækkandi og það eru sífellt fleiri fyrstu kaupendur sem fá aðstoð frá fjölskyldu og ættingjum til að ráðast í íbúðarkaup. Þetta endurspeglar hvað það hefur verið erfitt að kaupa fyrstu íbúð,“ segir Ólafur. Það sé skýr vísbending um að erfiðara sé að komast inn á húsnæðismarkaðinn en áður.Meðalaldur fyrstu kaupenda hefur hækkað og fleiri leita aðstoðar hjá fjölskyldu og ættingjum við fyrstu íbúð en áður.vísir/gettyAðspurður segir Ólafur að það sé ákveðin misskipting sem birtist í þessu því það séu alls ekki allir sem búi svo vel að geta leitað til fjölskyldu og ættingja eftir stuðningi. Það sé mikið umhugsunarefni. Ólafur segir að fjölgun nýbygginga skapi hreyfingu á markaði en hann hefur áhyggjur af því að flestar nýbygginganna séu afar kostnaðarsamar. Það þurfi í auknum mæli að huga að stöðu tekjulægri hópa og fyrstu kaupenda og byggja hagkvæmar og smærri íbúðir á viðráðanlegu verði. Mikilvægt að láta skynsemina ráða för Þegar Ólafur er beðinn um góðar ráðleggingar til handa þeim sem vilja stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði segir hann að þegar komi að íbúðarkaupum sé afar mikilvægt að láta skynsemina ráða för. Þá sé alltaf betra að skoða fleiri íbúðir en færri og velta málunum vandlega fyrir sér. Ólafur bendir jafnframt á gott sé að forðast eins og frekast er unnt að taka of hátt lán. Það sé mismunandi eftir lánastofnunum hvernig fyrirkomulagið er en í einhverjum tilfellum sé hægt að fá lán fyrir allt að 90% af kaupverði. „Ef fólk er að taka svona hátt lán þá eru vextirnir náttúrulega hærri.“ Það sé áhættusamara eftir því sem lánsfjárhæðin eykst og öruggara að reyna að vera með eins lágt veðhlutfall og hægt er. Berst þá talið að erfiðleikum þess að leggja til hliðar vegna slæmrar stöðu á leigumarkaði. „Þetta er mjög erfitt fyrir marga, ekki síst fyrir fólk á leigumarkaði. Það er nú þegar kannski að greiða stóran hluta af sínum ráðstöfunartekjum í leigu og þá er auðvitað erfitt að safna fyrir íbúðarkaupum,“ segir Ólafur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08 Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. 9. ágúst 2018 08:08
Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. 10. júlí 2018 14:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“