Trampólíngarður óskar eftir vínveitingaleyfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2018 20:26 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira