Trampólíngarður óskar eftir vínveitingaleyfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2018 20:26 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“ Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira